Samræmdu prófin

Ritstjórn Fréttir

Í fyrramálið þreyta 10. bekkingar fyrsta samræmda prófið á þessu vori. Er það í íslensku. Síðan er enskan á fimmtudag og svo koll af kolli en alls eru prófin sex. Hjá okkur byrja prófin stundvíslega kl. 8:30. Í tilefni þessa mættu strákarnir í 10. bekk í jakkafötum í skólann í gær. Setti það skemmtilegan blæ á hópinn. Er nemendum óskað góðs gengis í prófunum framundan.