Norðurlandameistarar

Ritstjórn Fréttir

Tveir nemendur í 10. bekk gerðu góða körfuboltaferð til Svíþjóðar fyrir og um helgi. Sigurður Þórarinsson og Trausti Eiríksson voru valdir í lið U16 í körfubolta og skemmst frá því að segja að liðið varð Norðurlandameistari í sínum flokki. Skólinn óskar þeim til hamingju með árangurinn. Hér eru á ferð frábærir íþrótta – og námsmenn sem væntanlega eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.