Kivanisklúbbur Borgarness kom í heimsókn færandi hendi til 1. bekkjar skólans síðasta mánudag. Færðu fulltrúar klúbbsins, þeir Jón heiðarsson og Sæmundur Jónsson öllum nemendum öryggisahjálm að gjöf. Íris B Sigmarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur fræddi svo um nauðsyn þess að nota hjálminn. Hér má sjá mynd af hópnum. Klúbbfélögum eru færðar bestu þakkir fyrir sitt góða framtak.