Sveitaferð 1. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 1. bekkja fóru í sveitaferð í gær, síðasta skóladaginn sinn ásamt kennurum og nokkrum foreldrum. Var farið að Háfelli í Hvítársíðu. Jóhanna bóndi tók hlýlega á móti hópnum Allir fengu að skoða geiturnar með kiðlingana sína og halda á kiðlingunum. Hestarnir , hænsnin og hundarnir voru líka skoðaðir. Var ferðin í alla staði mjög góð og eru Jóhönnu og fjölskyldu færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. (mynd1, mynd2, mynd3, mynd4)