Skólaslitagleði

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og starfsfólk fóru fylktu liði frá skólanum á íþróttasvæðið kl. 10 í morgun. Þar var farið í ýmiskonar leiki og grillaðar voru pylsur fyrir alla. Að því loknu fóru allir nemendur í raðir ásamt sínum umsjónarkennurum þar sem þeir tóku við niðurstöðum námsmats. Skemmtu allir sér hið besta í góðu veðri eins og vera ber á degi sem þessum. H+er má sjá þrjár myndir frá morgninum. (mynd1, mynd2, mynd3)