6. bekkingum boðið á leiksýningu

Ritstjórn Fréttir

6. bekkingum í Borgarbyggð var nýverið boðið á leiksýninguna Oddur og Siggi í Hjálmakletti. Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða með sýningunni til veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta áhorfendum. Sýningin er skemmtileg og hjartnæm og fjallar af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.
Sýningin, sem kemur frá Þjóðleikhúsinu, var frumsýnd á Ísafirði síðastliðið haust og hefur síðan verið sýnd víða um land. Leikarar eru Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson og eru þeir ásamt Birni Inga Hilmarssyni leikstjóra, höfundar verksins.