Tilkynning frá foreldrafélaginu

Ritstjórn Fréttir

Skólafatnaður fyrir nemendur í
Grunnskólanum í Borgarnesi
Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Síðasta skólaár var boðið upp á skólafatnað fyrir nemendur skólans og hyggst stjórn foreldrafélagsins endurtaka þetta tilboð til nemenda og foreldra /forráðamanna.
Boðið er upp á svartar hettupeysur fyrir eldri nemendur (7. – 10. bekk) og svartan íþróttagalla með gylltri rönd fyrir yngri nemendur (1. – 6. bekk). Fatnaðurinn er með merki skólans, merki SM og nafni nemenda sé þess óskað.
Sparisjóður Mýrasýslu styrkir þetta framtak myndarlega og niðurgreiðir fatnaðinn um 50%.
Hettupeysurnar kosta 1400 kr og íþróttagalinn 2600 kr.
Mátun og pöntun fer fram í skólanum, eldrideild – vestasti inngangur, sem hér segir:
1. – 6. bekkur, fimmtudaginn 6. september kl. 18:00 – 20:00.
7. – 10. bekkur, mánudaginn 10. september kl. 18:00 – 20:00.
Ef fólk hefur ekki tök á að mæta þann dag sem viðkomandi bekkur mætir þá er hægt að koma hinn daginn.
Foreldrar / forráðamenn erubeðnir um að greiða fatnaðinn þegar pantað er og er stefnt að því að afhenda fatnaðinn í skólanum þegar hann kemur.
Þetta eru góðar og eigulegar flíkur og hvetjum við alla til koma og máta og vera með.
Stjórn Foreldrafélagsins