 |
Álatjörn |
Síðastliðinn föstudag, 31. ágúst fóru nemendur og kennarar í 7. og 8. bekk í Einkunnir og vörðu þar morgninum við leik og störf. Tilgangur ferðarinnar var að njóta útivistar og gefa nemendum og kennurum tækifæri til að kynnast betur í upphafi skólaársins. Í fyrstu skiptust nemendur í hópa og sinntu viðfangsefnum sem þeir höfðu valið sér. Sóttar voru greinar fyrir smíðakennsluna ogbundnir greinakransar, hópur fór í gönguferð og annar hópur veiddi í Álatjörn. Síðan safnaðist allur hópurinn saman, borðaði nestið sitt en boðið var uppá heitt kakó. Því næst var kveiktur eldur og nemendur fengu að grilla pylsu yfir eldinum.
Að lokum var farið í nokkra leiki. Þrátt fyrir rigningarveður leið tíminn hratt og nemendur skemmtu sér hið besta.
Hægt er að sjá myndir úr ferðinni hér til vinstri undir hnappinum myndir úr skólastarfinu.