Lífríki Álatjarnar kannað

Ritstjórn Fréttir

Nemendur að störfum
Þriðjudaginn 11. september fór fríður hópur nemenda úr 6. bekk ásamt ásamt kennurum til að kanna lífríki Álatjarnar. Álatjörn er hluti af Einkunnum útivistarsvæði Borgarbyggðar sem eru rétt fyrir utan Borgarnes. Veðrið var frábært, sól og blíða eftir fremur vætusama tíð dagana á undan. Þegar að Álatjörn var komið var nemendum var skipt í nokkra hópa og kepptust hóparnir við að finna eins margar vatnalífverur og þeir gátu. Fljótlega mátti sjá brunnklukkur, hornsíli og önnur vatnadýr. Dýrunum var safnað saman í fötur og krukkur
Hilmar aðstoðarskólastjóri var með í för og hafði komið fyrir gildrum út í tjörninni fyrir nokkru síðan. Þegar búið var að snæða nesti var haldið á staðinn þar sem gildrurnar voru. Hilmar óð út í og sótti þær, í annarri gildrunni var væn bleikja en í hinni var áll. Nemendur höfðu gaman af því að skoða fiskana og snerta þá. Eftir þetta var frjáls tími og fóru nokkrir að veiða aðrir héldu áfram að skoða lífríki vatnsins. Haldið var til baka um 11 og farið í mat. Eftir mat mættu nemendur í kennslustofurnar að skoða þar sem var í fötum og krukkum, bæði með berum augum og í víðsjám. Síðar fór fram krufning á bleikjunni í líffræðistofunni sem var í höndum Hilmars. Hann fræddi nemendur um bleikjuna og það sem var innan í henni. Það var ekki annað að sjá og heyra að nemendur hafi haft gagn og gaman að ferðinni og að skoða vatnadýrin. Þessi ferð var liður í náttúrufræðikennslunni þar sem nemendur eru að læra um um lífríki vatns.