Rússíbanar í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Hljómsveitin Rússíbanarnir spiluðu nokkur lög fyrir nemendur skólans í Borgarneskirkju föstudaginn 14. september. Þessir tónleikar voru liður í verkefninu „Tónlist fyrir alla“ þar sem Rússíbanarnir ferðast um landið og spila fyrir grunnskólanemendur. Á tónleikunum léku Rússíbanarnir sígild tónverk í bland við ný íslensk verk og heimstónlist. Nemendur skemmtu sér vel og klöppu vel fyrir þeim.