Réttarferð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 5. og 6. bekk fóru í Þverárrétt mánudaginn 17. september. Lagt var af stað 8.15 og komið í Þverárrétt nokkru síðar. Nemendur þustu út úr rútunni og fóru í réttan búnað fyrir réttirnar, gúmmístígvél og annan nauðsynlegan búnað. Flestir nemendur skelltu sér í “Almenninginn” og aðstoðuðu bændur við að finna sauði sína.
Gaman var sjá hve fagmannlega krakkarnir gengu til verks og mátti sjá að sumir voru ekki að draga í dilka í fyrsta sinn. Lagt var af stað til baka í Borgarnes á milli 12 og 13. Ljósmyndari var með í för og náði nokkrum myndum af fólki og sauðum.