
Eftir kennslu 20. september var búið að útbúa lítið eldstæði á bak við skólann. Þegar betur var að gáð voru þar nokkrir starfsmenn skólans að prufa nýjan eldunarbúnað til að nota í útikennslu. Komið hafði verið fyrir potti yfir eldinum sem hékk í keðju. Í pottinum var vatn til að nota í kakó. Þessi búnaður á eftir að nýtast vel þegar farið verður með nemendahópa í Einkunnir og aðra útivistarstaði. Fátt er eins notalegt eins og setjast við eld og fá sé eitthvað heitt í kroppinn á köldum vetrardögum.