Nýtt fréttabréf

Ritstjórn Fréttir

Komið er út nýtt fréttabréf skólans. Meðal efnis er að sagt er frá því að á mánudaginn 1. október er starfsdagur og því ekki skóladagur hjá nemendum líkt og fram kemur á skóladagatali. Einnig er sagt frá námskeiði sem haldið var fyrir foreldra nemenda í 1. bekk. Þá er sagt frá því að nú er kominn í dreifingu bæklingur er ber nafnið „Skýr mörk“. Í þessum bæklingi eru settar fram skilgreiningar á því hvað við í skólanum teljum vera ásættanlega og eðlilega hegðun og síðan hvað ekki. Einnig er sagt frá væntanlegum ferðalögum nemenda ofl. Hér má nálgast fréttabréfið.