Evrópskur tungumáladagur

Ritstjórn Fréttir

Í dag var evrópskur tungumáladagur og í tilefni dagsins unnu nemendur ýmisleg verkefni sem tengjast evrópskum tungumálum. Í skólanum eru töluð 10 evrópumál, íslenska, pólska, litháeska, lettneska, rússneska, sænska, portúgalska, serbneska, ungverska og slóvenska. Auk þessara tungumála læra nemendur á öllum aldursstigum ensku og nemendur á elsta stigi læra dönsku. Í skólanum eru einnig nemendur sem tala asíumál, cebuano og taqalog. Á göngum skólans má sjá texta á öllum þessum tungumálum.