
Í morgun fylltist ein kennslustofa af reyk af völdum neyðarblyss. Það hafði fundist í fjöruferð 3ja bekkjar án þess að neinn gerði sér grein fyrir því hvers eðlis þessi hólkur var. Í fikti var síðan rifið utan af því og fylltist þá allt af reyk. Gerðist þetta rétt áður en hringt var inn og var strax brugðist við – allir nemendur 1.-6. bekkja sem áttu að vera í kennslu fóru út ásamt kennurum sínum. Kennsla gat svo hafist 25 mín síðar í flestum stofum. Sem betur fer sluppu allir ómeiddir og viðvörunarkerfið í þessum hluta skólans sannaði gildi sitt. Verður skólastarf því með óbreyttu sniði í dag.