Frá Tómstundaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Ákveðið hefur verið að Tómstundaskólinn taki upp samstarf við Íþróttaskóla UMSB og Skallagríms. Í tímunum verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í stað æfinga einstakra deilda. Er þessi nýbreytni gerð ti að efla og auka þátttöku þessa aldurshóps í íþróttum. Íþróttaskólinn er í anda stefnu ÍSÍ í barna-og unglingastarfi þar sem áhersla er ekki lögð á harða keppni þar sem einn stendur uppi sem sigurvegari heldur er lögð áhersla á leik og samvinnu.
Kristín Markúsdóttir mun sjá um þjálfun í Íþróttaskólanum ásamt Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttur.
Boðið verður upp á tvo tíma í viku fyrir 1. og 2. bekk í Íþróttamiðstöðinni og hefjast tímarnir mánudaginn 23. september.
1. bekkur: miðvikudaga og föstudaga kl. 14.45 – 15.45
2. bekkur: mánudaga og fimmtudaga kl. 14.45 – 15.45
Starfsfólk Tómstundaskólans mun fylgja börnunum í og úr íþróttum og einnig vera til aðstoðar í sal.
Þeir nemendur sem ekki eru nú þegar skráðir í Tómstundaskólann geta einnig tekið þátt en þurfa þá að skrá sig í gengum Tómstundaskólann. Íþróttaskólinn innheimtir ekki þátttökugjöld fyrir börnin heldur falla gjöldin inn í tímagjöld Tómstundaskólans en hver klukkustund kostar 165.- kr.
Sjá meir á vefsíðu Tómstundaskólans hér til vinstri