Komin á áfangastað

Ritstjórn Fréttir

Lagt af stað
Það var mikið eftirvænting í nótt þegar hópur nemenda í 10 bekk ásamt fararstjórum lögðu af stað í ferðina til Danmerkur. Lagt af stað frá Borganesi kl. 3 í nótt með rútu í Leifsstöð. Flogið var til Kaupmannahafnar í býtið. Það var þreyttur en ánægður hópur sem steig út úr rútunni í Valdekilde um þrjú leytið á íslenskum tíma. Krakkarnir komu sér fyrir í herbergjum en það tók nokkurn tíma. Að lokum urðu allir sáttir og var þá farið í gönguferð um svæðið.
Eitthvað var um að nemendur gætu ekki notað síma sína og biðja fararstjórar foreldra um að athuga það. Við fáum svo vonandi fljótlega fréttir af þeim aftur. Skoða dagskrá