Hjól í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Nýr hjólastandur sem Sparisjóðurinn styrkti skólann til kaupa gerir nemendum auðveldara fyrir að koma á hjólum í skólann og þeir geyma þau á öruggari stað en áður. Viljum við hvetja nemendur að nota standinn
Samkvæmt skólareglum er nemendum leyfilegt að koma á hjóli í skólann en er ekki leyfilegt að hjóla á skólalóðinni á skólatíma eða nota það á skólatíma.
Við hvetjum nemendur til að nota hjálma og læsa hjólum sínum. Skólinn tekur ekki ábyrgð á hjólunum ef þau skemmast eða eru skemmd á skólatíma