![]() |
Froskur eða prins? |
Daginn eftir var farið í Naturskolen. Þaðan var farið í skóg í nágrenninu og skoðaðir froskar ofl. Eitthvað var um að stelpurnar voru að reyna að kyssa froskana í því von að þeir breyttust í prinsa. Ekki fara sögur af því hvernig það gekk og aldrei að vita nema einhver komi með prins heim. Tré var fellt og nemendur fengu sér sæti á því og snæddu nesti og hlustuðu á fróðleik um danska náttúru. Veðrið er gott, um 16 stiga hiti. Nú eru nemendur staddir á dönskum heimilum og borða þar í kvöld. Fararstjórar eru í góðu yfirlæti hjá skólastjóranum.