Í Miðaldargarði

Ritstjórn Fréttir

Í gær voru ferðalangarnir okkar í góðu yfirlæti á dönskum heimilum fram á kvöld. Í dag eru þau í miðaldagarði (http://www.ulvsborg.dk/) og eru að upplifa miðaldartímabilið, vefa, veiða, smíða, elda o.s.frv. Allir feiknakátir og allt hefur gengið vel. Síðar í dag verður svo íþróttakeppni á milli Íslands og Danmerkur. Lokahóf í boði Madsen sveitarstjóra í kvöld.