Í Hróarskeldu

Ritstjórn Fréttir

Það er allt gott að frétta af ferðalöngunum okkar í Danmörku. Í gær fór fram landskeppni á milli Íslands og Danmerkur í íþróttum sem Danir unnu. Það er víst ekkert nýtt fyrir okkur Íslendinga. Eftir keppnina var lokahóf þar sem gestgjafarnir voru kvaddir. Núna eru þau að leggja af stað til Hróarskeldu þar sem Dómkirkjan verður skoðuð og farið í smá göngutúr í miðbæ Hróarskeldu. Um kl.12.30 verður haldið til Kaupmannahafnar og farið á Danhostel og komið sér fyrir. Seinna í dag verður farið að skoða safnið Ripley believe it or not og í kvöld verður farið í keilu.