Gróðursetning

Ritstjórn Fréttir

1.bekkur fór í dag að gróðursetja tré við Borg en það hefur verið siður hér í Grunnskólanum að þau fari þangað að hausti. Ferðin tókst mjög vel og voru nemendur til fyrirmyndar. Allir tóku þátt í að gróðursetja plöntu, koma henni fyrir á góðum stað, gefa henni áburð og þjappa vel að henni. Sparisjóðurinn gaf plönturnar í þetta skiptið. Það er vonandi að í framtíðinni geti hópurinn farið þangað og horft á plönturnar vaxa og dafna.
Þegar gróðursetningu var lokið fengum við okkur heitt kakó að drekka fyrir heimferð. Eftir hádegi var ýmislegt skoðað í víðsjá svo sem snigill, mosi ofl. og nokkrir teiknuðu mynd úr ferðinni, einnig var sagan um Egil Skallagrímsson lesin. Áttum mjög góða og ánægjulega ferð með Hilmar aðstoðarskólastjóra í broddi fylkingar. Skoða myndir
Verkefnið á sér vefsíðu þar sem hægt er að fylgjast með framvindu þess, slóðin er: http://vefir.grunnborg.is/hilmara/skograekt/