Vísindasafnið skoðað

Ritstjórn Fréttir

Allt gengur vel hjá ferðalöngunum okkar í Danmörku. Dagurinn í dag byrjaði með því að farið var að skoða Vísindasafnið sem er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Lestin sem þau tóku fyrst fór ekki með þau á réttan stað svo þau lentu öðrum bæ. En að lokum komust þau á þetta frábæra safn og skemmtu sér vel.
Næst var haldið á Guinness World Records og síðar draugasafn. Þetta var s.s. safnadagurinn mikli. Eitthvað voru sumir farnir að vilja komast í búðir, og átti eitthvað að athuga það. Í kvöld var svo farið í fínu fötin og farið á steikhús.