Tölur og form

Ritstjórn Fréttir

1.bekkur er að vinna með tölur og form í stærðfræði og í dag var farið út og verkefnin unnin þar. Nemendur leituðu að formum í umhverfi skólans ásamt því að skólinn var skoðaður að utan og gluggar taldir. Í ljós kom að ýmislegt í umhverfinu á sér ákveðið form, svo sem; steinar, laufblöð, rólur, fánastöng, ljós og fiðrildi.