
Samstarfið við UMSB og Skallagrím gengur mjög vel og hefur þátttaka í íþróttaskólanum farið fram úr björtustu vonum. Nemendur úr 1. bekk sem eru nú skráðir í skólann eru 28 auk nemenda frá Hvanneyri. Þá hafa nemendur í 2. bekk einnig fjölmennt í skólann og eru þeir 20 auk nemenda frá Hvanneyri
Varðandi íþróttaskólann þá óskum við eftir því að börnin komi með íþróttaföt og íþróttaskó í tímana auk handklæðis. Nú fara þjálfarar deilda að koma inn í tímana og er þá betra að vera í skóm þegar spila á t.d. fótbolta.
Til gamans má geta þess að frá okkur fara yfir 20 börn á ýmsar aðrar íþróttaæfingar en íþróttaskólann og í tónlistaskólann í hverri viku. Reynum við eftir fremsta megni að passa upp á allar tímasetningar. Þá höfum við fylgt þeim börnum sem fylgd þurfa þangað sem þau eiga að fara en það á sérstaklega við nemendur í 1. bekk. Við biðjum foreldra um að sína okkur
smá þolinmæði meðan við erum að læra það hver á að fara hvert þar sem enn er verið að skrá æfingar og tíma hjá börnunum.