Við gerðum könnun um mánaðarmótin sept. / okt. í skólanum meðal 136 nemenda sem dreifðust nokkuð jafnt í skólanum hve margir gengju eða hjóluðu í skólann. Í ljós kom að af þessum 136 nemendum komu 59 (43%) gangandi eða hjólandi í skólann en 36 voru keyrð og 41 kom með skólabíl.
Viljum við hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann og gæta ítrustu varúðar í umferðinni.
Verkefnið göngum í skólann á sér vefsíðu, slóðinn er: http://www.gongumiskolann.is/