Heimsóknir í fyrirtæki

Ritstjórn Fréttir

Áhugasamir nemendur að skoða sjúkrabílinn
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 2. bekk farið í heimsóknir í nokkur fyrirtæki í bænum okkar. Farið var á lögreglustöðina, heilsugæslustöðina, BM Vallá, Loftorku, Póstinn og Ráðhúsið.
Þessar heimsóknir tengjast markmiðum samfélagsfræðinnar þar sem þau eiga að kynnast nánasta umhverfi sínu. Alstaðar voru móttökurnar til fyrirmyndar og börnin ánægð. Við viljum nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.