
Grunndagskrá hver dags lítur út svona:
Kl. 8:30 Allir á fætur, tiltekt á herbergjum, morgunverður
Kl. 9:30 Námskeið
Kl. 12:30 Hádegisverður
Kl. 14:00 Námskeið
Kl. 17:00 Frjáls tími – frjáls viðfangsefni í íþróttasal, sundi þegar það á við, tómstundaherbergjum eða annars staðar.
Kl. 18:00 Kvöldverður – Að loknum kvöldverði val um viðfangsefni, íþróttir, sund eða annað. Einn skipulagður
viðburður er á hverju kvöldi, karókíkvöld, brjóstsykursgerð, kvöldvaka/sundlaugarpartí eða annað.
Kl. 23:00 Til herbergja – ró kl. 23:30
Helstu viðfangsefni námskeiðanna eru: Plús og mínus, Að vera félagi, Kjarkur og þor, Lifandi saga, íþróttir og útivist.