Göngum í skólann

Ritstjórn Fréttir

Í október voru nemendur víðsvegar um landið hvattir til að ganga í skólann. Þrátt fyrir votviðri voru margir nemendur í okkar skóla sem tóku þessari áskorun og gengu eða hjóluðu í skólann. Ýmislegt var gert í skólanum til að minna á þetta átak, m.a var:
-gerð könnun á því hve margir gengu eða hjóluðu í skólann
– veggspjöld voru hengd upp
– hjólagrind var keypt til að auðvelda nemendum að geyma hjólin sín
– fyrsta Brákarhlaupið var hlaupið
– endurskinsborðum var dreift til nemenda í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra í umferðinn
– kennarar fóru með nemendur sína út í göngutúra
Þó þessu átaki sé nú lokið viljum við hvetja nemendur til að halda áfram að ganga eða hjóla í skólann