Heimanám í Tómstundaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Í vetur verður boðið upp á heimanámstíma fyrir 1. – 4. bekk tvisvar sinnum í viku á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 13:40 – 14:20 ef næg þáttaka fæst. Það eru kennararnir Guðmunda Ólöf Jónasdóttir og Sólrún Tryggvadóttir sem sjá um tímana. Rétt er að geta þess að ekki verður aðstoðað við heimalestur.
Ákveðið hefur verið að bjóða einnig upp á þessa tíma fyrir þau börn sem ekki eru nú þegar skráð í Tómstundaskólann. Hvert skipti kostar 165 kr. og verða gíróseðlar sendir út einu sinni í mánuði. Skráning og uppsögn er í gegnum Tómstundaskólann og uppsagnarfrestur tímanna er einn mánuður og miðast við 1. hvers mánaðar.
Reiknað er með að heimanámsaðstoðin hefjist mánudaginn 5.nóvember.
Vinsamlegast skilið skráningu til umsjónarkennara 2. nóvember