Til foreldra /forráðamanna barna í Tómstundaskólanum.

Ritstjórn Fréttir

Föstudagurinn 9. nóvember og mánudagurinn 12. nóvember eru starfs- og vetrarfrísdagar í grunnskólanum. Þessa daga verður Tómstundaskólinn opinn frá kl. 08:00 til kl. 17:00. Boðið verður upp á morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu. Tímar í Íþróttaskólanum verða ekki feldir niður. Til stendur að fara í sund með börnin f.h. á föstudeginum og eitthvað skemmtilegt verður brallað á mánudeginum.

Vinsamlegast skráið hvort og hvenær barnið ykkar verður hjá okkur og skilið til umsjónarkennara fyrir 8. nóvember.