Lús í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Lús í hári
Nú eru nokkrir dagar liðnir frá því að vart var við lús í skólanum. Eitthvað hefur gengið illa að losna við lúsina og því eru foreldrar beðnir að vera vel á verði. Við viljum hvetja foreldra til að taka þetta alvarlega, allir verða að vinna vinnuna sína, annars náum við ekki árangri. Ef einhverjar spurningar koma upp, hafið þá endilega samband. Gott er að geyma húfur í ermi og nota ekki hárbursta annarra. Hér er hægt að sjá leiðbeiningar hvernig á að leita að lús og meðhöndla hárið ef lús finnst í hári.