Forvarnarviku að ljúka

Ritstjórn Fréttir

Nú er velheppnaðri forvarnarviku að ljúka. Margt gott hefur þar verið gert og má sjá hluta þess í Óðali eftir hádegi í dag. Í gærkvöldi mætti fríður hópur feðga í Óðal og hlustaði á fyrirlestur sem var í höndum Árna Guðmundssonar tómstundafræðings. Í kvöld verður svo risadansleikur í íþróttamiðstöðinni. Hópur nemenda vinnur hörðum höndum við að undirbúa hann sem best. Hér má sjá nokkrar myndir sem nemendur ofl. hafa tekið á Forvarnardögunum. Skoða myndir