Foreldrasýning í 3. bekk

Ritstjórn Fréttir

3.bekkur bauð foreldrum sínum á smá skemmtun í hádeginu í dag þar sem þau fluttu ljóðið „Saga af Suðurnesjum“ og kynntu fisk sem þau höfðu valið sér og teiknað. Þetta voru lokin á þemavinnu um fjöruna. Síðan var til sýnis í stofunni fuglar, hugtakakort, og bátar sem þau smíðuðu.