Nú fer að að líða að lokum 1. annar og uppgjöri á vinnu nemenda á þeim hluta skólaársins sem lokið er. Við leggjum áherslu á að meta frammistöðu eða framfarir með hliðsjón af markmiðum skólans miðað við þann nemanda sem um ræðir. Í skólanámskránni okkar koma fram skilgreiningar á þeim þáttum sem við leggjum til grundvallar við matið. Sú nýbreytni verður tekin upp við þessi annarlok að nemendur í eldri deild (7. – 10. bekk) verða virkari í matinu og meta sig sjálfir í hverjum þætti matsins. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að vera búnir að kynna sér niðurstöður matsins ( í Mentor) áður en þeir mæta í foreldraviðtalið.
Foreldraviðtalið mun svo að stærstum hluta snúast um að meta styrkleika nemandans og þá þætti sem betur mega fara hjá honum. Í lok viðtalsins munu nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar gera með sér samkomulag um áhersluþætti í námi nemandans sem verða endurskoðaðir í næsta foreldraviðtali.
Til að foreldrar geti séð niðurstöður frammistöðumatsins þurfa þeir að fara inn á svæði nemdenda, á notendanafni og lykilorði barna sinna sem foreldrar finna á sínu svæði.
Ef fólk þarf aðstoð eða nánari útskýringar geta þeir snúið sér til aðsoðarskólastjóra (hilmara@grunnborg.is)