Nýlega voru veitt verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem bestum árangri náðu í Stærðfræðikeppni grunnskólanna en keppnin fór fram 29. mars síðastliðinn. Keppnin í ár var óvenju jöfn og erfitt að skera úr um sæti. Efstu þrjú sætin í hverjum árgangi hlutu peningaverðlaun en efstu 10 sætin hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu. Styrktaraðilar keppninnar eru Landsbanki Íslands, Skaginn 3X, Elkem Ísland og Málning hf.
Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi stóðu sig vel í keppninni. Þórunn Sara Arnarsdóttir í 10. bekk varð í efsta sæti í sínum árgangi og þau Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir og Alexander Jón Finnsson í 9. bekk voru efst og jöfn í sínum aldursflokki.
Þá voru Dagbjört Lilja Helgadóttir og Elinóra Ýr Kristjánsdóttir í 9. bekk í hópi 10 efstu í sínum árgangi.
