Ný önn hefst

Ritstjórn Fréttir

Í dag er síðasti dagur haustannar og miðönn hefst á morgun. Við þessi tímamót skipta nemendur um valhópa í list- og verkgreinum og vali II. Listar um hvaða hóp nemendur eru í hanga upp á auglýsingatöflu eldrideildar. Þeir hópar sem eru kenndir á miðönn eru:
List- og verkgreinar í 9. bekk:
Almenn heimilisfræði, teikning, vélsaumur og silfurvinna
List- og verkgreinar í 10. bekk:
Bakstur, teikning, fatahönnun og glervinna
Val II
Leikræn tjáning og leiklist, umferðarfræðsla, þrek, blak, tölvur, spænska, sjálfstyrking fyrir stelpur, tónlistarskóli, félagsmál og nám við MB