Nemendur í 10. bekk buðu öðrum nemendum skólans upp á frábæra sýningu í tilefni að Degi íslenskrar tungu sl. föstudag. Sýninginn fór fram í félagsmiðstöðinni Óðali. Í boði voru fjölbreytt atriði, eins og upplestur, leikþættir, söngur og tónlistaratriði. Ekki var annað að sjá og heyra en að áhorfendur skemmtu sér vel og var klappað vel á milli atriða.
Nú eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og í tilefni að því hefur verið opnaður nýr vefur með ýmsum fróðleik um hann og íslenska tungu. Vefslóðin er: http://www.jonashallgrimsson.is/