Skráning á sögu

Ritstjórn Fréttir

Nú um áramót stefnir allt til þess að lokið verði við að skrá sögu barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu frá 1880 – 2007. Snorri Þorsteinsson fyrrverandi fræðslustjóri hefur annast þetta verk af mikilli kostgæfni. Stofnuð var ritnefnd í byrjun árs 2005, skipuð fulltrúum frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Varmlandsskóla. Í ritnefndinni sitja Flemming Jessen, Hilmar Már Arason, Ingibjörg Daníelsdóttir og Kristín R. Thorlacius. Nefndin hefur umsjón með verkinu, er til ráðgjafar, stuðnings og til að vinna að undirbúningi að útgáfu sem stefnt er að verði sem næst aldarafmæli skólans næsta haust.
Þeir sem kunna að eiga gögn (t.d. myndir, frásagnir og minningarbrot) í fórum sínum sem tengjast sögu barna- og unglingakennslu, og vilja deila með öðrum, eru beðnir að snúa sér til nefndafólks eða ritara sögunnar.