Kaffihúsakvöld

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og foreldrar í 8. bekk hittust í Félagsbæ miðvikudagskvöldið 28. nóvember. Þetta var notalegt kaffihúsakvöld þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og bakkelsi. Gestir kvöldsins voru þeir Stefán guðfræðinemi og Jón lögga. Stefán sagði frá för sinni til Afríku til að skoða kristniboðið í Eþíópíu. Hann sýndi myndir úr ferðinni sem voru aðallega af dýrum og börnum.
Hann talaði um það hvað börn hér á landi hefðu það gott miðað við börnin í Eþópíu . Einnig sagði hann frá því hvernig það ætti að forða sér fá trylltum flóðhest sem væri á eftir þeim. Það er að hlaupa eins hratt og maður gæti og beygja svo snögglega því flóðhestar ættu mjög erfitt með að beygja enda stór og mikil dýr. Jón lögga ræddi um fíkniefni og sýndi ýmis tól og hluti sem gerðir höfðu verið upptækir af lögreglunni. Unglingarnir sýndu vopnunum sem hann var með mikinn áhuga. Ekki var annað að sjá og heyra en að allir hefðu haft gagn og gaman að kvöldi og færu saddir heim.