Skólabúðir að Reykjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar hafa dvalið við leik og störf í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði alla þessa viku. Fregnir herma að dvölin hafi verið ánægjuleg og viðburðarík. Er hópurinn væntanlegur eftir hádegi í dag. Umsjónarkennarar bekkjanna þær Inga Margrét Skúladóttir og Elín Kristjánsdóttir hafa verið með nemendum sínum þessa viku.