
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir eldvarnarátaki um jól og áramót sem hefst með Eldvarnarvikunni í grunnskólum landsins. Þá heimsækja slökkviliðsmenn nemendur í 3. bekk um land allt, veita þeim fræðslu um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnargetraun. Nemendur í 3. bekk fengu góða heimsókn í morgun það var Haukur frá Brunavörnum Borgabyggðar kom og fræddi nemendur og sýndi þeim glærur og myndband varðandi eldvarnir.