Fundur um vímuvarnir

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 3. desember verður haldinn fræðslufundur um vímuvarnir í Óðali. Erindi flytur Magnús Stefánsson frá Marita samtökunum en hann er fyrrverandi fíkill. Einnig mætir fulltrúi frá lögreglunni og félagsmálastjóri Borgarbyggðar. Allir foreldrar nemenda í 8.-10. bekk eru hvattir til að mæta. Aðrir foreldrar að sjálfsögðu velkomnir. Þessi fundur er styrktur af Borgarfjarðardeild Rauða Krossins og hefst kl. 20.