Jólasmiðjur

Ritstjórn Fréttir

Jólasmiðjur hófust á yngsta stigi í dag. Nemendur geta valið á milli sex svæða þar sem unnið er með ýmislegt tengt jólum. Þær smiðjur sem í boði eru; mála piparkökur, söngsmiðja, perlur, saltkeramik, sykurmolar og jólakortagerð ásamt jólabók. Ljósmyndari mætti á svæðið og náði nokkrum myndum af áhugasömum nemendum.