Sveitarstjóri í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar kom í heimsókn í Grunnskóla Borgarnes og ræddi við starfsfólk skólans. Hann sagði frá breytingu á skipuriti bæjarins og ræddi um starfsemi skólans. Hann svaraði einnig fyrirspurnum frá fundarmönnum. Í lok fundar var honum afhent undirskriftalisti með nöfnum nær allra starfsmanna skólans þar sem farið er fram á að húsvörður verði ráðin í fullt starf við skólann en nú eru umsjónamaður fasteigna Borgarbyggðar er aðeins í um 30% starfi við skólann.