Miðvikudaginn 5. desember fór hluti af umhverfisnefnd Grunskólans í Borgarnesi upp í Einkunnir að sækja jólatré fyrir skólann. Farið var í blíðskapar veðri en mjög hefur færst í vöxt að fólkvangurinn sé nýttur af hálfu skólans til kennslu og útivistar. Tréið sem sótt var verður skreytt á jólahátíð skólans í íþróttahúsinu þann 20. des og dansað í kringum það. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði héðan í frá.