Leikskólabörn í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og starfsfólk úr leikskólanum Klettaborg komu í heimsókn í skólann í dag. Þau gengu um skólann og kynntu sér starfsemi hans. Þessir nemendur verða væntanlega nemendur skólans næsta skólaár. Ljósmyndari náði einni mynd af þeim þar sem þau voru á leiðinni til baka á leikskólann. Með þeim á myndinni er Sóley Sigurþórsdóttir deildarstjóri sem fylgdi þeim um skólann.