Jólaútvarp

Ritstjórn Fréttir

Eins og mörg undanfarin ár verður jólaútvarp unglinga starfrækt fyrir þessi jól. Undirbúningsvinnu er senn lokið. Nemendur 1- 7. bekkjar hafa gert þætti með aðstoð bekkjarkennara og voru þeirra þættir teknir upp í síðustu vikur. Nemendur í 8. – 10. bekk hafa undanfarna viku unnið útvarpsþætti í íslenskutímum. Margir góðir þættir hafa verið samdir og vinna gengið vel. Flestir nemendur flytja síðan þessa þætti í FM Óðal 101,3. Að þessu sinni verður útsending í fimm daga mánudag frá kl. 10.00 til föstudags til kl. 23.00. Við hvetjum ykkur til að kveikja á útvarpinu og hlusta á krakkana okkar. Heimasíða Óðal er: http://www2.odal.borgarbyggd.is/