
Um kl. 10:20 á þriðjudaginn fóru brunabjöllur skólans í gang. Nemendur og starfsmenn skólans þustu út úr skólanum og út á gervigrasvöll. Þar fór fram nafnakall til að athuga hvort ekki allir hefðu náð að koma sér út. Hvorki nemendur né starfsfólk vissu hvort um æfingu væri að ræða eða hvort eldur væri laus í skólanum. Þegar búið var að fullvissa sig um að allir hefðu komist út var tilkynnt að um æfingu hafi verið um að ræða. Það tók um 7 mínútur að rýma skólann, en starfsmenn og nemendur eru um 400.
Slökkviliðsstjóri og starfsmaður eldvarnareftirlitsins voru á staðnum og fylgdust með. Skráð var niður hvað mætti betur fara til að ráða bót á því. Eftir að nemendur voru búnir að fá upplýsingar um að um æfingu hafi verið að ræða fóru þeir aftur á sína staði, sumir í frímínútur en aðrir aftur inn í skóla.