Óveður á morgun?

Ritstjórn Fréttir

Nú er spáð miklu hvassviðri í fyrramálið og má þar segja að verið sé að bera í bakkafullan lækinn enda komið nóg. Ef svo fer fram sem nú horfir er ljóst að erfitt verður, og jafnvel hættulegt, að fara gangandi í skólann. Forráðamenn verða því að meta það hvort nemendur fara í skóla sökum veðurs. Eins munu skólabílstjórar meta aðstæður. Skólinn verður hinsvegar opinn og vonandi verður starfsemi með eðlilegum hætti.